Nú bjóðum við upp á FRÍA heimsendingu fyrir pantanir yfir 10.000 kr.Skoðaðu okkar vöruúrval

Fréttir

Nýtt hjá Model/gjafahus.is. Olífusápur

Skrifað: 31/08/2014

Ólífusápur án allra aukaefna. Hrein náttúruafurð.

Sagan sýnir okkur að sápa er nauðsynleg í þróuðum samfélögum og er hún ein helsta leiðin að auknu hreinlæti og bættum hollustuháttum. Hún hefur einnig komið að notum á sviði læknavísinda og lyfjafræði, stuðlað að góðri heilsu og sóttvörn. Margt hefur vissulega breyst í áranna rás en hefðbundin sápa hefur ætíð reynst vel. Hver kynslóðin á fætur annarri hefur notið slíkrar og hún hefur bætt lífsgæði fólks og um leið verið umhverfisvæn, bæði í framleiðslu og notkun. Auk þess telst góð sápa best til þess fallin að halda húðinni hreinni þar eð hún opnar og hreinsar svitaholurnar og nær burt óhreinindum, fitu og dauðum frumum.

Sápuverksmiðja PATOUNIS á meira en 150 ára sögu. Þar er enn framleidd handunnin sápa eftir viðurkenndum leiðum og notaðar ólífuafurðir úr nágrenninu. Verksmiðjan á Korfú var reist árið 1891 og finnast þar enn tæki og búnaður sem eru í lagi og bera vitni um gamlar og góðar staðbundnar hefðir.

Eftirfarandi sáputegundir eru framleiddar þarna:

Ólífuolíu-sápa (Olive Oil Soap) sem er eingöngu búin til úr hreinni og óspilltri olíu ólífunnar. Sápan freyðir ekki mikið en er sérlega mild og hentug fyrir viðkvæma húð.

Græna ólífusápan (The Green Olive Soap) sem er búin til úr hrati frá ólífuolíu sem í er laufgræna. Þessi sápa þykir sérstaklega góð vegna sótthreinsandi eiginleika sinna og nota má hana á margvíslegan hátt. Hún er m.a. góð fyrir hár og hársvörð.

Ólífupálma sápa (Olive-Palm Soap) sem er úr 80 % hreinni og óspilltri olíu ólífunnar og 20 % úr ætri pálmakjarnaolíu. Þetta er því mild sápa með ríkulegu, mjúku löðri.

Fyrrgreindar sáputegundir nota einungis helstu hráefni hefðbundinna sáputegunda, þ.e.a.s. náttúrulegar olíur, sóda, sjávarsalt og vatn.

-----------------------------------------

Ég ákvað að halda áfram hefðbundinni sápuframleiðslu eins og fjölskylda mín hafði lengi gert og ég tel að á þann máta sé búin til góð sápa.

Mér hefur fundist það vera einskonar forréttindi að hafa fengið í arf reynslu og uppskriftir forfeðra minna, mann fram af manni. Þannig á ég þess kost að vinna úr náttúrulegum olíum og að nota einungis helstu hráefni hefðbundinnar sápuframleiðslu með engum aukaefnum.

Þar sem fólk vill nú snúa sér aftur að hreinum náttúruvörum, getum við brugðist við slíku með því að bjóða fram það sem ætti að vera það sem hvað mestu skiptir fyrir umhirðu húðarinnar: Hreinsun á heilbrigðan hátt.

Apostolos Patounis


Afhending

Allar vörur eru sendar innan 2 daga frá pöntun ef allt er til á lager. Öllum pöntunum er dreift af Póstinum og gilda afhendingar – og flutningsskilmálar Póstsins um afhendingu vörunnar.

Skoða nánar

Gæðakröfur

Metnaður okkar hefur alla tíð verið fyrir vönduðum, falllegum og vel hönnuðum vörum. Við flytjum inn vandaða gjafa- og nytjavöru frá Danmörku, Grikklandi, Þýskalandi og Skotlandi auk þess að versla við valda innlenda byrgja.

Okkar markmið

> Áreiðanleiki

> Traust

> Metnaður